Fyrstu loftnetspælingarnar!

Jæja, þá lánaði Pabbi mér TS-570S, fínasta stöð

Þá er málið, hvernig skal maður koma sér í loftið. Ég bý á jarðhæð í blokk í Grafarholtinu, svo það er nokkuð snúið að koma sér í loftið.

Ég ákvað að byrja að koma mér í loftið í skjóli næturs, þ.e. setja upp loftnet þegar rökkva tekur og krakkarnir hættir að leika sér í “garðinum”. (það er allt hverfið þarna).

img_2666_resize1

Hér má sjá mjög aumingjalegan vertical, með hustler 20m spólu sem TF3T lánaði mér.. smá radíalar og stög.

Fyrsta kvöldið heyrði ég bara ekkert nema surg og læti, rétt náði QSO við TF3SG á 20m. Nú í kvöld prófaði ég að skipta út switch-mode PSU sem ég nota yfirleitt til að hlaða stór LiPO batterí í RC sportinu, setti hefðbundið supply sem notast við spennubreyti – og vola! ekkert suð, en aðeins 50W possible! Nú vantar mig almennilegt supply

Ég er nú byrjaður á næsta projecti

það verður Inverted-V, verður sett upp með 5m mastri …í skjóli næturs ;P

ég byrjaði að búa til 1:1 balún…

13 vöf af 14awg vír, …hvernig lýst ykkur á ?

img_2661_resize

Komið í kassa.. ég náttúrlega tóks að klúðra þessu, stytti vírana of mikið…

img_2671_resize

Þá koma nokkrar spurningar.

1. Er svona rúst-frítt / ryðfrítt efni eins og ég notaði í úttökin í lagi ?

2. er í lagi að lóða svona víra saman ? ekkert issue með leiðni?

3. hvernig lýst ykkur á ? ;P meikar þetta sense til að hafa í toppinum á inv. V?